þri 07. september 2021 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Uppselt á leikinn við Þýskaland
Icelandair
Landsliðið mætir Þýskalandi á morgun.
Landsliðið mætir Þýskalandi á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er uppselt á leik Íslands við Þýskaland í undankeppni HM á Laugardalsvelli annað kvöld.

Það fór af stað ný miðasala í gær; eftir góða reynslu af framkvæmd sóttvarnarreglna í leikjunum gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu var ljóst að svigrúm væri til að fjölga sóttvarnarhólfum fyrir leikinn við Þýskaland.

Nýja miðasalan fór af stað í hádeginu í gær og seldust allir þeir miðar sem voru í boði.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á morgun, þriðjudag, kl. 18:45 en búist er við um 3.600 áhorfendum á leikinn.

Í leikjunum tveimur á undan var aðeins möguleiki á 2200 áhorfendum.
Athugasemdir
banner
banner
banner