Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. september 2022 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton mun líklega leyfa viðræður en Chelsea þyrfti að greiða háa upphæð
Mynd: Getty Images
Graham Potter er talinn líklegastur til að taka við sem stjóri Chelsea en félagið er í stjóraleit eftir að hafa rekið Thomas Tuchel í morgun.

Potter er samningsbundinn Brighton en samkvæmt heimildum talkSPORT er klásúla í samningnum sem gerir Potter frjálst að fara ef félag greiðir Brighton sextán milljónir punda.

Ef Chelsea ræðir við Brighton um að fá að ræða við Potter eru miklar líkur á því að Brighton leyfi þær viðræður.

Það er í stefnu félagsins að leyfa slíkar viðræður. Það sást síðast þegar Newcastle vildi fá Dan Ashworth frá félaginu til að verða íþróttastjóri Newcastle. Ashworth var í kjölfarið ráðinn til Newcastle.

Potter tók við Brighton árið 2019 og hefur gert eftirtektarverða hluti sem stjóri félagsins. Hann leggur mikið upp úr því að spila sóknarbolta þar sem vel er haldið í boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner