Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Keyptur frá Watford en lánaður til Belgíu tveimur mánuðum síðar
Philip Zinckernagel þurfti að finna sér nýtt félag eftir að það varð ljóst að hann væri ekki í plönum Corberan
Philip Zinckernagel þurfti að finna sér nýtt félag eftir að það varð ljóst að hann væri ekki í plönum Corberan
Mynd: EPA
Danski leikmaðurinn Philipp Zinckernagel samdi við gríska stórliðið Olympiakos í sumar en hann var þá keyptur frá enska félaginu Watford fyrir tvær milljónir evra.

Zinckernagel, sem er 27 ára gamall, hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerku en á enn eftir að spila fyrir A-landsliðið.

Nottingham Forest fékk hann á láni frá Watford á síðustu leiktíð og hjálpaði hann liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Eigandi Forest á einnig Olympiakos og var hann það hrifinn af leikmanninum að ákveðið var að kaupa hann til Grikklands og gerði hann ágætlega þar í byrjun leiktíðar.

Olympiakos fékk Carlos Corberan til að taka við liðinu í byrjun ágúst og spilaði Zinckernagel fimm leiki undir hans stjórn og samtals sjö leiki í heildina fyrir gríska liðið og skoraði tvö mörk.

Hann fékk ekki mikinn tíma til að sanna sig hjá Olympiakos og var hann ekki valinn í Evrópudeildarhóp liðsins fyrir riðlakeppnina og í gær yfirgaf hann liðið og gerði eins árs lánssamning við belgíska félagið Standard Liege.

Hlutirnir greinilega fljótir að breytast í boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner