Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Paredes gerði allt vitlaust gegn gömlu liðsfélögunum - Ramos ekki skemmt
Leandro Paredes í leiknum gegn PSG
Leandro Paredes í leiknum gegn PSG
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Leandro Paredes gekk í raðir Juventus á láni frá Paris Saint-Germain undir lok gluggans, en hann spilaði gegn sínum gömlu félögum í gær og náði að valda miklum usla.

Franskir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um félagaskipti Paredes og hefur verið sagt að Kylian Mbappe, framherji PSG, hafi átt þátt í því að bola honum út úr félaginu.

Mbappe skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG í sumar og er talið að hann sé með mikil völd innan félagsins og hafi eitthvað um það að segja hver þjálfar félagið og hvaða leikmenn koma og fara.

Paredes var sendur til Juventus á láni út tímabilið en hann var í byrjunarliðinu er ítalska liðið tók á móti PSG í Meistaradeildinni í gær.

Hann var ekki smeykur við að fleygja sér í tæklingar út um allan völl og fór hann í eina slíka á Mbappe og það gerði Bremer, liðsfélagi Paredes, líka. Eftir þá tæklingu mætti Paredes á svæðið og fór að rífast við fyrrum liðsfélaga sína.

Spænska varnarmanninum Sergio Ramos var ekki skemmt og fór það svo að hann setti hendur á háls Paredes og sagði honum til syndanna áður en Marco Verratti steig á milli. Ramos var spjaldaður fyrir atvikið.


Athugasemdir
banner
banner