Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. september 2022 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Stærsti gluggi í sögu deildarinnar - Varnarleikurinn versnað til muna
Tuchel fékk Sterling til félagsins í sumar.
Tuchel fékk Sterling til félagsins í sumar.
Mynd: EPA
Það byrjaði vel hjá Tuchel og hann vann Meistaradeildina vorið 2021
Það byrjaði vel hjá Tuchel og hann vann Meistaradeildina vorið 2021
Mynd: EPA
Þolinmæði Boehly var ekki mikil.
Þolinmæði Boehly var ekki mikil.
Mynd: EPA
Chelsea liðið hefur ekki litið vel út í upphafi tímabils og var þeirra besti leikur sennilega gegn Tottenham sem endaði á einhvern ótrúlegan hátt með 2-2 jafntefli eftir að Chelsea hafði haft mikla yfirburði. Fyrir utan þann leik hefur verið mikið hikst á leik Chelsea og var ákveðið eftir tapið gegn Dinamo Zagreb í gær að reka Thomas Tuchel sem stjóra félagsins.

Á meðan félagsskiptaglugginn var opinn í sumar eyddi Chelsea hærri upphæð en nokkuð annað enskt félag hefur gert í einum glugga. Tíu leikmenn voru fengnir inn fyrir 270 milljónir punda.

Todd Boehly, nýi eigandi Chelsea, ætlaði að styrkja liðið og vantaði ekki að hann var tilbúinn að eyða til þess að fá menn inn. Fengnir voru inn dýrir leikmenn; Marc Cucurella kom á risaupphæð frá Brighton, Raheem Sterling kom frá Manchester City, Wesley Fofana frá Leicester og Kalidou Koulibaly frá Napoli.

Pierre-Emerick Aubameyang kom frá Barcelona á lokadegi gluggans og hinn efnilegi Carney Cukwuemeka var einnig fenginn inn.

Þrátt fyrir fullt af nýjum leikmönnum þá voru hlutirnir ekki að ganga strax í byrjun tímabils og þolinmæði eigandanna á þrotum. Það á að prófa eitthvað nýtt og hefur félagið strax verið orðað við Graham Potter sem er stjóri Brighton.

Það er margt mjög athyglisvert við stjóratíð Tuchel, eitt af því sem athyglisvert er að skoða er markafjöldinn sem Chelsea hefur fengið á sig. Leikurinn í Zagreb í gær var hans hundraðasti við stjórnvölinn.

Í fyrstu fimmtíu leikjum undir stjórn Tuchel hélt liðið hreinu í 31 þeirra og fékk einungis á sig 24 mörk. Í fimmtíu síðustu leikjum hans hélt liðið átján sinnum hreinu en fékk 53 mörk á sig.

Varnarleikurinn hefur versnað, Edouard Mendy í marki liðsins hefur ekki litið vel út í talsverðan tíma og tveir byrjunarliðsmenn fóru á frjálsri sölu í sumar. Ennþá á eftir að smíða saman nýja vörn og koma þeim Koulibaly, Fofana og Cucurella í fullkomin takt við leik liðsins.

Það er ekkert bara varnarleikurinn sem hefur versnað því

Eftir leikinn við Zagreb sagði Tuchel: „Það vantar allt eins og staðan er núna" og það er kannski það sem eigendurnir sáu líka, ákváðu að gera eitthvað í málunum og sjá hvort hægt væri að laga gengi liðsins með nýjum stjóra.

Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham í hádeginu á laugardag og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig málin þróast hjá Chelsea þangað til.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner