Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. september 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Thiago klár í slaginn - Arthur gæti fengið mínútur
Thiago
Thiago
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumennirnir, Arthur Melo og Thiago Alcantara, gætu báðir tekið þátt í leik Liverpool gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þetta sagði Jürgen Klopp, stjóri liðsins á blaðamannafundi í gær.

Thiago hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun ágúst en hann byrjaði að æfa með liðinu á nýjan leik á mánudag og mun væntanlega spila gegn Napoli.

„Thiago er mættur aftur á æfingu. Hann æfði annan daginn í röð í gær og er klár. Það kemur í ljós hvað hann getur spilað mikið, " sagði Klopp um Thiago.

Liverpool bætti við sig miðjumanni undir lok gluggans er það fékk Arthur á láni frá Juventus.

Hann var í hópnum gegn Everton um helgina en kom ekkert við sögu. Arthur gæti fengið mínútur í kvöld.

„Hann getur spilað en ekki allan leikinn, sagði Klopp um Arthur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner