banner
   mið 07. september 2022 17:50
Aksentije Milisic
Tuchel ákvað að fá ekki Ronaldo - Upphafið að endalokunum?
Ronaldo fór ekki frá Man Utd.
Ronaldo fór ekki frá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Tuchel fékk sparkið í dag.
Tuchel fékk sparkið í dag.
Mynd: EPA

Thomas Tuchel var í dag rekinn sem stjóri Chelsea en liðið tapaði í gær gegn Dynamo Zagreb í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.


Ákvörðunin hjá Todd Boehly, eiganda Chelsea, kom mörgum á óvart en Tuchel fékk að eyða miklum pening á félagsskiptamarkaðnum í sumar og eru nú einungis sjö leikir búnir af þessu tímabili.

Christian Falk, blaðamaður hjá Bild, segir að slæmt samband Tuchel og Boehly hafi byrjað þegar Tuchel ákvað það að fá ekki Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, til liðsins.

Ronaldo var mikið orðaður við Chelsea sem og önnur lið en þeim bláklæddu vantaði sárlega sóknarmann. Liðið fékk svo Pierre-Emerick Aubameyang á lokadegi gluggans.

„Todd Boehly sagði við Tuchel að hann vill nýtt upphaf, þegar hann rak hann. Tuchel var steinhissa á þessu," skrifar Falk.

„Það er satt að ákvörðun Tuchel að fá Ronaldo ekki til Chelsea hafi haft slæm áhrif á samband hans við Boehly. Eigandinn vildi fá Ronaldo en Tuchel sagði að leikmaðurinn myndi hafa slæm áhrif á andrúmsloftið í klefanum."

Chelsea er með tíu stig í sjötta sæti ensku úrvaldeildarinnar svo byrjunin þar var enginn heimsendir þrátt fyrir slæmt tap gegn Leeds.

Graham Potter, stjóri Brighton, er talinn líklegastur til þess að taka við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner