Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 07. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
EM treyja frá Ara Frey á uppboði fyrir gott málefni
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Treyja sem íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í á EM í Frakklandi árið 2016 er þessa dagana á uppboði á netinu.

Um er að ræða uppboð fyrir frönsk góðgerðarsamtök sem voru stofnuð fyrir tveimur árum.

Antony Canonne stofnaði samtökin eftir að faðir hans lést eftir baráttu við krabbamein fyrir tveimur árum. Samtökin eru fyrir fólk sem eru að berjast við krabbamein og aðstandendur þeirra.

Undanfarin ár hafa samtökin boðið upp treyjur frá hinum ýmsu fótboltamönnum og Ari Freyr hefur nú bæst í hópinn.

Treyja Ara verður á uppboði út vikuna og allir geta tekið þátt í uppboðinu.

Smelltu hér til að bjóða í treyjuna
Athugasemdir
banner
banner