Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. október 2021 22:04
Victor Pálsson
Arsenal og Liverpool geta gleymt því að fá Wirtz
Mynd: EPA
Liverpool, Arsenal og Bayern Munchen geta gleymt því að fá miðjumanninn Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen næsta sumar.

Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem er gríðarlega virtur í bransanum og er með heimildarmenn um alla Evrópu.

Wirtz er 18 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Þýskaland þrátt fyrir ungan aldur.

Liverpool og Arsenal eru þau lið á Englandi sem hafa sýnt Wirtz mikinn áhuga en hann er ekki fáanlegur samkvæmt heimildum Romano.

„Bayern Munchen sem og lið í ensku úrvalsdeildinni eru að fylgjast vel með Florian Wirtz,“ sagði Romano.

„Staða Leverkusen er sú sama, hann er talinn ósnertanlegur næsta sumar. Það er ekkert kaupákvæði í hans samningi.“

Wirtz hefur spilað átta leiki á þessu tímabili fyrir Leverkusen og skorað í þeim sex mörk.
Athugasemdir
banner
banner