fim 07. október 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Eyþórs framlengir við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birkir Eyþórsson er búinn að framlengja samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára.

Samningur Birkis var að renna út en hann hefur ákveðið að vera áfram hjá félaginu.

Birkir er uppalinn í Fylki og hefur leikið 31 leik fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim eitt mark.

„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að uppaldir leikmenn haldi tryggð við félagið og ætli sér að koma því í deild þeirra bestu!" segir í tilkynningu Fylkis.

Í sumar spilaði Birkir þrjá leiki í Mjólkurbikarnum og skoraði eitt mark og fjórtán leiki í Pepsi Max-deildinni en Fylkir endaði í botnsæti deildarinnar í sumar.

Birkir er 21 árs og er bróðir Ásgeirs Eyþórsonar sem einnig leikur með Fylki.

Sjá einnig:
Albert Brynjar og Ásgeir Börkur íhuga endurkomu í Árbæinn
Albert: Raggi Sig ekki með Lengjudeildarfordóma


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner