Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. október 2021 15:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir hikar aldrei þegar landsliðskallið berst
Icelandair
Birkir Bjarnason á landsliðsæfingu í fyrradag.
Birkir Bjarnason á landsliðsæfingu í fyrradag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði
Fyrirliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en hann er fyrirliði Íslands í þessu landsliðsverkefni. Hér að neðan má sjá þær spurningar sem beindar voru að Birki á fundinum og svör hans við þeim.

Birkir er 33 ára miðjumaður sem á að baki 101 A-landsleik. Hann er í dag leikmaður Adana Demirspor í Tyrklandi og er þar liðsfélagi Mario Balotelli.

Sjá einnig:
Birkir: Held það sé enginn líkur Mario Balotelli

Hvernig leggst það í þig að leiða liðið sem fyrirliði?

„Mjög vel, ég er mjög stoltur af því. Ég hef verið það áður en er augljóslega mjög stoltur að fá þetta hlutverk.“

Hvernig er að vera með alla þessa nýju menn í kringum þig?

„Auðvitað er þetta svolítið skrítið, eftir að hafa spilað með sömu leikmönnum í 10-15 ár. En svona er bara fótboltinn. Það koma nýir leikmenn inn og aðrir fara út. Við verðum að aðlagast því. Þetta eru ungir strákar en ótrúlega efnilegir. Það er okkar verk að reyna hjálpa þeim að læra inn á landsliðsfótboltann, hann er ekki sá sami og félagsliðaboltinn. Því fyrr því betra og við reynum að gera okkar besta.“

Íhugaðir þú einhvern tímann, verandi kominn í nýtt félagslið, að halda þig utan hóps í landsliðinu til að einbeita þér að verkefninu hjá nýju félagsliði?

„Nei, ég gerði það ekki. Mér hefur alltaf fundist alveg ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. Öll umgjörðin, starfsliðið og margir af leikmönnunum eru þeir sömu og þegar ég byrjaði fyrir 11-12 árum síðan. Það er alltaf fínt að geta komist aðeins heim þó að það sé kalt. Mér hefur alltaf fundist gott að koma heim og kúpla mig aðeins út hjá félagsliðinu.“

Þið nafnarnir eru að nálgast leikjamet Rúnars. Eruði í samkeppni hvor nær hans leikjafjölda á undan?

„Nei, alls ekki. Þetta met skiptir mig voðalega litlu máli. Ef Birkir Már nær því þá væri ég mjög glaður fyrir hans hönd. Þetta er ekki eitthvað sem við hugsum út í dags daglega.“

Hvernig finnst þér þessi ungu strákar vera að þróast? Hvernig finnst þér þeir vera að taka þeim skilaboðum sem þið eldri leikmennirnir eru að reyna senda til þeirra?

„Ótrúlega vel. Við vorum einmitt að ræða þetta í gær. Margir af þessum strákum eru á bilinu 17-23 ára. Ég spilaði minn fyrsta leik þegar ég var orðinn 22 ára. Þeir eru mjög ungir en ótrúlega efnilegir. Fótboltagetan þeirra er mjög há og svo eru þetta ótrúlega flottir og skemmtilegir strákar. Ég hlakka til að taka á þessu með þeim og ég efast ekki um að einn daginn getum við vonandi náð á sama stall og við vorum á," sagði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner
banner