Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. október 2021 10:19
Elvar Geir Magnússon
Hannes í viðtali við Sky - Segir lítið eftir af ferlinum
Hannes lagði landsliðshanskana á hilluna í síðasta mánuði.
Hannes lagði landsliðshanskana á hilluna í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, fyrrum markvörður landsliðsins og markvörður Vals, er í viðtalið við Sky Sports þar sem rætt er um feril hans og starf sem leikstjóri meðfram fótboltaferlinum.

„Íslenski markvörðurinn sem varði frá Messi er orðinn leikstjóri" er fyrirsögn viðtalsins.

Fyrsta kvikmynd Hannesar í fullri lengd, Leynilögga eða Cop Secret, hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahátíðum og fer bráðlega í almenna sýningu.

Sjá einnig:
Leynilögga fær hæstu einkunn frá kvennalandsliðinu

Allir Íslendingar þekkja feril Hannesar vel en í viðtalinu við Sky segir hann finna að lítið sé eftir af ferlinum.

„Ég á eitt ár eftir af samningnum svo ég er ekki hættur en ég finn að lítið er eftir af ferlinum. Það er þreytandi að geta ekki stýrt dagskránni sjálfur og þurfa að vera á ákveðnum stað alla daga," segir Hannes sem er 37 ára.

„Það heldur aftur af mér sem kvikmyndagerðarmaður svo þegar tíminn kemur þá verður gott að geta einbeitt sér að kvikmyndabransanum. Það eru fleiri hurðir að opnast en ég bjóst við og ég vil nýta mér það."

Framtíð Hannesar hjá Val hefur verið mikið í umræðunni eftir að Hlíðarendafélagið fékk hollenska markvörðinn Guy Smit frá Leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner