Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 07. október 2021 21:21
Victor Pálsson
Hefur miklar áhyggjur af tóbaksnotkun leikmanna
Mynd: Getty Images
Lee Johnson, stjóri Sunderland, hefur áhyggjur af tóbaksnotkun leikmanna á Englandi en hann á þá við svokallaða ‚snus-poka‘ frekar en sígarettur.

Það er algengt hér á landi að fólk taki tóbak í vörina en undanfarið ár hafa tóbakslausir pokar tröllriðið öllu hér heima og eru gríðarlega algengir.

Johnson hefur þjálfað leikmenn sem eru gríðarlega háðir þessum pokum og hefur áhyggjur af þessari þróun í breska fótboltanum.

„Þetta gefur þér smá fiðring. Ég hef ekki prófað þetta sjálfur en hef rætt við leikmennina. Það sem ég hef áhyggjur af er hversu ávanabindandi þetta er,“ sagði Johnson.

„Ég hef þjálfað leikmenn sem eru svo háðir að þegar þeir eru kannski á sjúkrahúsi að gangast undir aðgerð þá biðja þeir starfsfólkið um einn poka. Ef ekki þá fara þeir sjálfir og ná í þá áður en þeir fara í hnéaðgerð.“

„Þetta er svo ávanabindandi að þetta er alltaf fremst í huganum sem er mjög hættulegt.“

Johnson líkir pokunum við sígarettur og segir að sumir leikmenn séu með allt að fjóra poka í vörinni samstundis.
Athugasemdir
banner
banner
banner