Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. október 2021 19:34
Victor Pálsson
Klopp myndi velja annað tækifæri með Voronin
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um fyrrum leikmann liðsins sem hann vann einnig með hjá Mainz í Þýskalandi.

Klopp var beðinn um að nefna einn leikmann sem hann væri til í að vinna með á ný ef þeir fengu báðir að byrja upp á nýtt.

Úkraínumaðurinn Andriy Voronin varð fyrir valinu en hann lék með Mainz frá 2000 til 2003 og svo Liverpool frá 2007 til 2010.

Voronin lagði skóna á hilluna árið 2013 en hann lék aðeins 27 deildarleiki fyrir Liverpool á þremur árum.

„Andriy Voronin. Ef Andriy hefði vitað hversu góður hann gat orðið.. Það hefði verið stórkostlegt,“ sagði Klopp.

„Hann var ótrúlegur leikmaður með ótrúleg gæði. Þetta var örlítið ósanngjarnt. Á fyrsta árinu sem þjálfari þá notaði ég hann bara sem varamann.“

„Hann kom síðar á skrifstofuna og spurði mig af hverju hann fengi aldrei að byrja. Ég svaraði og sagði ástæðuna vera því hann kvartaði aldrei yfir því að vera á bekknum.“

„Hann sagði bara allt í lagi og hélt áfram á varamannabekknum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner