fim 07. október 2021 21:05
Victor Pálsson
Klopp nefnir það sem hann myndi breyta í reglunum
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur tjáð sig um hverju hann myndi breyta ef hann fengi einhverju ráðið í knattspyrnulögunum.

Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Klopp myndi gera breytingar þegar kemur að VAR en hann telur að myndbandstæknin sé ekki notuð rétt.

Það er oft talað um að VAR leiðrétti bara augljós mistök og hefur það ekki alltaf gengið eins og í sögu í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp telur að það þurfi að setja skýrari reglur varðandi VAR og er með hugmyndir um hvernig það ætti að virka.

„Þessa stundina er þetta meira hvernig við notum VAR. Þessi augljósu mistök, það er ekki rétt því hvað eru augljós mistök? Þetta er rétt eða rangt,“ sagði Klopp.

„Þetta snýst ekki um okkur, bara hvernig þetta er venjulega. Við lendum í stöðu, dómarinn segir leiknum að halda áfram og svo sér allur heimurinn að um brot var að ræða.“

„Þessi regla um augljós mistök, ég myndi breyta henni samstundis. Sá sem er í VAR herberginu segir að þetta hafi verið brot og svo er dæmt víti eða aukaspyrna. Það myndi gera hlutina miklu auðveldari.“
Athugasemdir
banner
banner