Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. október 2021 10:05
Elvar Geir Magnússon
Kristian á lista Guardian yfir bestu ungmennin í boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kristian Nökkvi Hlynsson hefur tekið miklum framförum og er gríðarlega spennandi fótboltamaður. Hann er í Meistaradeidlarhóp Ajax og hefur verið að spila í treyju númer 10 hjá félaginu.

Þessi 17 ára leikmaður er á lista Guardian yfir 60 bestu ungmenni fótboltans í dag.

Guardian hefur birt svona lista árlega og er Kristian fjórði Íslendingurinn sem kemst á listann, eins og Tómas Þór Þórðarson bendir á.

Íslendingar á lista Guardian:
2021: Kristian Hlynsson
2020: Ísak Bergmann Jóhannesson
2019: Andri Lucas Guðjohnsen
2016: Kolbeinn Finnsson

Í umfjöllun Guardian segir að þessi ungi sóknarmiðjumaður sé með góðan leikskilning, mikla sendingagetu og með auga fyrir mörkum.

Kristian skoraði nýlega fyrir Ajax í Evrópukeppni unglingaliða og lék sína fyrstu U21 landsleiki fyrir Ísland í síðasta mánuði.



Athugasemdir
banner
banner
banner