Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. október 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kuipers segist hafa brugðist Zlatan - „Þetta átti að vera gult spjald"
Björn Kuipers viðurkennir að hafa gert stór mistök er hann rak Zlatan af velli
Björn Kuipers viðurkennir að hafa gert stór mistök er hann rak Zlatan af velli
Mynd: EPA
Hollenski dómarinn Björn Kuipers lagði flautuna á hilluna í ágúst eftir nítján ára feril en hann var í viðtali við RMC Sport um ferilinn og stærstu mistök hans sem dómari.

Kuipers er af mörgum talinn einn besti dómari 21. aldarinnar en hann dæmdi einmitt úrslitaleik Evrópumótsins í sumar áður en hann lauk ferlinum þann 7. ágúst er Ajax og PSV spiluðu um Johan Cruyff-skjöldinn.

Hann dæmdi reglulega í Meistaradeild Evrópu og meðal annars úrslitaleikinn árið 2014.

Kuipers ræddi við RMC Sport um ferilinn og stærstu mistökin á dómaraferli hans en það var 16-liða úrslitaleikur milli Chelsea og Paris Saint-Germain á Stamford Bridge í mars árið 2015.

Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Í síðari leiknum rak Kuipers sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic af velli fyrir tæklingu á Oscar en hann segir það hafa verið stærstu mistök ferilsins.

„Ég gaf Zlatan Ibrahimovic beint rautt eftir 31 mínútu. Þegar þú horfir á þetta á venjulegum hraða þá er þetta rautt en ef þú horfir á endursýningu af þessu þá er þetta aðeins gult spjald. Við brugðumst þarna sem dómaratríó," sagði Kuipers.

PSG komst áfram í 8-liða úrslit og fékk Zlatan eins leiks bann. Þar vann Barcelona með þremur mörkum gegn einu í fyrri leiknum og kláraði síðan dæmið 2-0 á Nou Camp. Tæklinguna má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner