Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 07. október 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kvennatríó dæmir landsleik Englands
Kateryna Monzul.
Kateryna Monzul.
Mynd: Getty Images
Í fyrsta sinn í leik hjá enska landsliðinu verður dómaratríó sem er skipað þremur konum þegar England heimsækir Andorra á laugardaginn í undankeppni HM.

Hin úkraínska Kateryna Monzul mun dæma leikinn og þær Maryna Striletska og Svitlana Grushko verða aðstoðardómarar.

Þá er VAR dómari leiksins einnig kona, hin franska Stephanie Frappart.

Fjórði dómari leiksins er karlmaður, Denys Shurman.

Hin 40 ára Monzul dæmdi einnig Þjóðadeildarleik í karlaflokki á síðasta ári en þá léku San Marínó og Gíbraltar. Það var í fyrsta sinn í mótsleik karlalandsliða sem allir dómarar leiksins voru konur.

Árið 2016 varð hún fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild í Úkraínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner