Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 07. október 2021 18:00
Victor Pálsson
Laun Barcelona hækkuðu um 61 prósent
Mynd: EPA
Eins og flestir vita þá er spænska stórliðið Barcelona í miklum fjárhagsvandræðum en liðið þurfti að losa bæði Antoine Griezmann og Lionel Messi í sumar.

Messi er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu Barcelona en hann fór frítt til Paris Saint-Germain og var Griezmann lánaður til Atletico Madrid.

Á aðeins fjórum árum þá hækkuðu laun Barcelona um heil 61 prósent með komu í raun aðeins þriggja leikmanna.

Griezmann er á meðal þessara leikmann en hann var hæstur á launalista Barcelona ásamt þeim Ousmane Dembele, Philippe Coutinho og Lionel Messi.

Það var fyrrum forseti Barcelona Josep Maria Bartomeu sem sá um að fá þessa leikmenn til félagsins og ljóst að hann hefur ekki haft fjárhag félagsins í fyrirrúmi.

Bæði Coutinho og Dembele kostuðu einnig háa upphæð en sá fyrrnefndi kom frá Liverpool og sá síðarnefndi frá Dortmund.

Á aðeins fjórum árum þá hækkuðu leikmannalaun félagsins um 61 prósent og vinnur félagið nú að því að koma sér á réttu brautina á ný.-
Athugasemdir
banner
banner
banner