Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. október 2021 14:44
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Armeníu - Blanda af reynslu og ferskleika
Icelandair
Birkir Bjarnason verður fyrirliði.
Birkir Bjarnason verður fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson og Jón Dagur Þorsteinsson.
Albert Guðmundsson og Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 annað kvöld mætast Ísland og Armenía í undankeppni HM. Arnar Þór Viðarsson hefur mikið verið að hræra í byrjunarliði sínu í undankeppninni og að vanda er erfitt að rýna í byrjunarliðið.

Þeir Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen verða að öllum líkindum hvíldir í leiknum á morgun en þeir hafa verið að glíma við meiðsli.


Það er hörð barátta um að verða næsti aðalmarkvörður landsliðsins, Elías Rafn Ólafsson hefur verið heitastur af markvörðunum þremur og spilað gríðarlega vel fyrir Midtjylland í Danmörku.

Fótbolti.net spáir því að reynsluboltarnir Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason verði í bakvörðunum. Guðmundur Þórarinsson gæti þó spilað í vinstri bakverðinum en hann hefur verið að spila mjög vel í Bandaríkjunum. Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson hafa sýnt að þeir geta náð vel saman í miðverðinum.

Viðar Örn Kjartansson verður líklega í fremstu víglínu með tvo unga leikmenn sitthvoru megin við sig. Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað virkilega vel í Danmörku og er líklegur til að byrja. Mikael Anderson gerir einnig sterkt tilkall.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner