Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. október 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mancini sendir stuðningsmönnum pillu: Hann er að spila fyrir landsliðið
Gianluigi Donnarumma var sár og svekktur eftir 2-1 tapið og móttökurnar sem hann fékk á San Síró
Gianluigi Donnarumma var sár og svekktur eftir 2-1 tapið og móttökurnar sem hann fékk á San Síró
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska landsliðsins, fékk heldur óblíðar móttökur er hann spilaði gegn Spánverjum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í gær.

Áhorfendur bauluðu á Donnarumma í leiknum og virtist það hafa áhrif á markvörðinn unga.

Donnarumma er alinn upp hjá Milan og spilaði þar sex tímabil með aðalliðinu áður en hann ákvað að ganga til liðs við Paris Saint-Germain í sumar.

Stuðningsmenn Milan voru mjög ósáttir við hegðun Donnarumma og þá ákvörðun að yfirgefa félagið á frjálsri sölu.

Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, var hins vegar ósáttur með að Donnarumma hafi ekki fengið stuðning sem leikmaður landsliðsins.

„Þetta hefur ekki farið vel í hann alveg eins og þetta fór ekki vel í okkur. Gigio gerði vel. Hann var að spila fyrir Ítalíu, ekki félagslið sitt," sagði Mancini.

„Það hefði verið hægt að leggja þetta til hliðar eitt kvöld og beðið eftir því að PSG og Milan myndu mögulega mætast á einhverjum tímapunkti. Ítalía er alltaf Ítalíu og það gengur alltaf framyfir allt annað," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner