Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. október 2021 22:49
Victor Pálsson
Mbappe ekki leikmaðurinn sem Real þarf mest
Mynd: EPA
Það væri vitleysa hjá Real Madrid að setja allt púður í að fá Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain á næsta ári.

Þetta segir Fabio Capello, fyrrum stjóri liðsins, en Mbappe er talinn vera eftur á óskalista spænska liðsins sem er í töluverðri lægð.

Að sögn Capello er það vörn Real sem er í vandræðum frekar en sóknarlínan en byrjun tímabilsins hefur ekki verið frábær.

Real mætti Espanyol í sínum síðasta leik og tapaði 2-1. Liðið hefur fengið á sig tíu mörk í sjö leikjum hingað til.

Raphael Varane og Sergio Ramos voru varnarmenn liðsins í fyrra en þeir færðu sig um set í sumarglugganum.

„Þeir þurfa tíma til að byggja upp sterkt lið, Real þarf á tveimur hafsentum að halda,“ sagði Capello við Corriere dello Sport.

„Ég sá þá gegn Real Madrid.. Mamma mia! Fram á við þá eru þeir í engum andræðum, jafnvel án Mbappe. Þeir eru með áhugaverða leikmenn.“
Athugasemdir
banner
banner
banner