Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. október 2021 09:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
„Óheiðarleiki borgaði sig hjá Pablo"
Pablo Punyed, Egill Arnar og reiðir leikmenn Vestra.
Pablo Punyed, Egill Arnar og reiðir leikmenn Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Jónsson (til hægri).
Kristján Jónsson (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestramenn voru alls ekki sáttir við dómarann Egil Arnar Sigurþórsson og hans teymi í undanúrslitaleik bikarsins gegn Víkingi um síðustu helgi.

Í tvígang vildu þeir fá dæmda vítaspyrnu og teljast hafa ansi mikið til síns máls.

Kristján Jónsson blaðamaður á Morgunblaðinu, þekktur sem Bolvíska stálið, stingur niður penna í blaðinu í dag. Hann segir að Pablo Punyed, leikmaður Víkings, hefði grætt á óheiðarleika í leiknum.

„Víkingurinn Pablo Punyed tók mikla áhættu þegar hann felldi Nicolaj Madsen hjá Vestra í eigin vítateig í fyrri hálfleik. Þar sem brotið var viljandi þá hefði mögulega rautt spjald fylgt vítaspyrnudómi," skrifar Kristján.

„Í tilfelli sem þessu eru augu dómarans, Egils Arnars, væntanlega á boltanum og fyrirgjöfinni. Varadómarinn, Helgi Mikael, ætti líklega að fylgjast með vítateignum. Sá hinn samdi og dæmdi hasarinn hjá Víkingi og KR í fyrra. Hann þyrfti vitaskuld að sjá brotið hjá Pablo 100% til að taka ákvörðunina."

„Ekkert var dæmt og óheiðarleiki Pablos borgaði sig í þessu tilfelli. Vonandi voru ekki of margir ungir iðkendur að fylgjast með leiknum. Atviki sem þessu má draga lærdóm af enda mikilvægi leiksins geysilegt."

Réttlætiskennd getur breyst á ári
Kristján segir að fyrir ári síðan hafi leikmenn Víkings verið brjálaðir út í Pablo, sem þá var leikmaður KR, og sökuðu hann um að hafa fiskað rautt spjald á Sölva Geir Ottesen.

„Réttlætiskennd getur breyst á rúmu ári því leikmenn Víkings hafa ekki gagnrýnt Pablo eftir þennan leik svo ég viti til," segir Kristján, sem er stuðningsmaður Vestra, í Morgunblaðinu.

Hlutirnir féllu ekki með Vestra síðasta laugardag, Víkingur vann 3-0 sigur og mætir ÍA í bikarúrslitaleiknum síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner