Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 07. október 2021 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Opinn fyrir því að vera áfram á Íslandi: Óli hélt bara að ég færi til Danmerkur
Morten Beck
Morten Beck
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Morten Beck Guldsmed er ekki á förum til Danmerkur eins og fram hefur komið heldur vonast hann til að spila áfram á Íslandi.

Samningur Morten við FH rennur út um áramótin og er ljóst að hann fær ekki nýjan samning hjá Fimleikafélaginu.

Morten er 33 ára danskur framherji sem kom fyrst til íslands árið 2016 og lék þá með KR. Um mitt tímabilið 2019 kom Morten til FH og skoraði átta mörk í átta leikjum og í kjölfarið var samið við hann til tveggja ára.

Árið 2020 skoraði Morten eitt mark í deildinni og tvö í bikarnum og í sumar skoraði hann eitt mark í sautján deildarleikjum og eitt mark í tveimur bikarleikjum.

„Ég held að Óli Jó hafi bara haldið að ég væri á leiðinni til Danmerkur. Ég verð ekki áfram hjá FH en ég er mjög opinn fyrir því að vera áfram á Íslandi þar sem fjölskyldunni líður vel hér. Mig langar að kanna hvort það sé möguleiki en það er aðeins erfiðara að halda áfram á Íslandi ef allir halda að ég ætli til Danmerkur," sagði Morten við Fótbolta.net í vikunni.

Nánar var rætt við Morten og verður viðtalið í heild birt í dag.
Athugasemdir
banner
banner