Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. október 2021 08:40
Elvar Geir Magnússon
Pogba býst við að gera nýjan samning við Man Utd
Powerade
Paul Pogba hyggst vera áfram.
Paul Pogba hyggst vera áfram.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur áhuga á Watkins.
Arsenal hefur áhuga á Watkins.
Mynd: EPA
Noa Lang.
Noa Lang.
Mynd: Getty Images
Pogba, Calvert-Lewin, Watkins, Vlahovic, Lang, Haaland, Umtiti og fleiri í slúðurpakkanum. Þó það sé landsleikjahlé þá hætta ensku götublöðin svo sannarlega ekki að koma út.

Paul Pogba (28) hefur sagt fjölskyldu sinni að hann búist við að framlengja samning sinn við Manchester United. Umboðsmenn franska landsliðsmannsins vilja gera hann að launahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar. PSG, Real Madrid og Juventus hafa horft til Pogba. (L'Équipe)

Arsenal vill fá Dominic Calvert-Lewin (24) frá Everton og Ollie Watkins (25) frá Aston Villa en það verður erfitt að lokka ensku sóknarmennina til Emirates. (Sun)

Varnarmaðurinn William Saliba (20) hefur spilað frábærlega með Marseille á lánssamningi frá Arsenal og hlotið mikið lof. Þrekþjálfari hans í Frakklandi líkir honum við Virgil van Dijk. (RMC Sport)

Manchester City, Chelsea og Manchester United munu berjast um enska sóknarmanninn Emre Tezgel (16) hjá Stoke City en honum hefur verið líkt við Harry Kane. (Mail)

Ensk úrvalsdeildarfélög munu berjast við Bayern München um þýska landsliðsmanninn og ungstirnið Florian Wirtz (18) hjá Bayer Leverkusen. (Fabrizio Romano)

Liverpool íhugar að gera tilboð í serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (21) sem ætlar ekki að gera nýjan samning við Fiorentina. (Mirror)

Arsenal er ákveðið í að kaupa Noa Lang (22), framherja Club Brugge, en AC Milan er einnig áhugasamt. (Calciomercato)

Manchester United gæti þurft að selja Nemanja Matic (33) eða Donny van de Beek (24) til að geta keypt Declan Rice (22), miðjumann West Ham. (Express)

Borussia Dortmund er ákveðið í að halda norska sóknarmanninum Erling Haaland (21) hjá félaginu til 2023. (Sport Bild)

Juventus er tilbúið að hlusta á tilboð í Aaron Ramsey (30), velska landsliðsmiðjumanninn. (Mail)

Framtíð Kylian Mbappe (22) gæti legið áfram hjá PSG eftir allt saman en móðir leikmannsins segir að viðræður við franska stórveldið gangi vel. (RMC)

Barcelona mun setja franska varnarmanninn Samuel Umtiti (27) á sölulista í janúar. Þessi 27 ára leikmaður hefur ekki spilað eina mínútu í La Liga á tímabilinu. (Sport)

Erkifjendurnir AC Milan og Inter berjast um argentínska framherjann Julian Albarez (21) hjá River Plate. (CalcioMercato)

Glazer fjölskyldan hefur ákveðið að setja 9,5 milljóna punda hlut í Manchester United til sölu. Verðmætið jókst eftir kaupin á Cristiano Ronaldo. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner