Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. október 2021 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir tapið gegn Armeníu stærsta lærdóminn til þessa
Icelandair
Eiður og Arnar Þór
Eiður og Arnar Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Landsliðið mætir Armeníu á morgun og var Arnar spurður út í fyrri leikinn gegn Armeníu í mars.

Sá leikur var annar leikur Arnars og Eiðs Smára Guðjohnsen sem þjálfarar A-landsliðsins. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Armeníu sem voru mikil vonbrigði.

Hvaða lærdóm getiði dregið af þeim leik og hvernig verður leikurinn á morgun?

„Ég held að lærdómurinn af Armeníuleiknum úti sé stærsti lærdómurinn hingað til í riðlinum. Við töpuðum þeim leik og við sögðum strax eftir leik að þetta var leikur sem við þurftum ekki að tapa," sagði Arnar.

„Þeir taka tvö hraðaupphlaup á okkur og vinna 2-0. Við fengum 2-3 færi en þetta var lokaður leikur. Þó að þeir séu með þjálfara frá Spáni þá eru þeir mjög þéttir, skipulagðir, spila yfirleitt 4-4-2. Þetta verður mjög líklega lokaður leikur. Það verður mikilvægt fyrir okkur að finna rétt augnablik á að sækja og verjast."

„Við þurfum að læra sem fyrst, með okkar unga lið, að það er rosalega stutt á milli í þessum A-landsliðs fótbolta. Sérstaklega í þessum riðli, við sjáum að með tveimur jafnteflum í viðbót hefðum verið nánast í ákjósanlegri stöðu."

„Þetta er eitthvað sem Birkir og þeir sem eru eldri þekkja mjög vel. Það er nánast bannað að gefa andstæðingunum eitthvað því það er svo stutt á milli. Ef þú getur útilokað það þá fáum við alltaf okkar færi. Við höfum fengið færi í öllum leikjum. Þetta ræðst allt á smáatriðum og því fyrr sem við lærum það því fyrr munum við byrja að taka stig,"
sagði Arnar.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli. Miðasala er í fullum gangi á Tix.is.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner