Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. október 2021 18:34
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Daily Mail 
Topp tíu - Newcastle nú með ríkustu eigendur í heimi
Mohammed Bin Salman.
Mohammed Bin Salman.
Mynd: Getty Images
Eftir að kaup Sádi-Arabana á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle voru staðfest í dag er ljóst að Newcastle er með ríkustu eigendur í heimi.

Krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, verður stjórnarformaður félagsins.

Eigendur Newcastle búa yfir talsvert meiri auðæfum en Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, sem kemur úr konungsfjölskyldunni i Abu Dhabi.

Talið er að eigendur Newcastle séu tíu sinnum ríkari en eigendur City.

Paris Saint-Germain er eina félagið sem er sambærilegt við auð Newcastle. Katarar eiga PSG en forseti félagsins er Nasser Al-Khelaifi.

Sjá einnig:
Markmiðið að Newcastle vinni stóra titla
Eigandi Newcastle á dýrasta heimili heims

Topp tíu - Ríkustu eigendur í heimsfótboltanum
1. Newcastle - Eigendur frá Sádi Arabíu (£320bn)
2. PSG - Eigendur frá Katar (£220bn)
3. Manchester City - Eigendur frá Abu Dhabi (£21bn)
4. RB Leipzig og RB Salzburg - Í eigu stofnanda Red Bull (£15.7bn)
5. Juventus - Agnelli fjölskyldan (£14bn)
6. Chelsea - Roman Abramovich frá Rússlandi (£10.5bn)
7. LA Galaxy - Philip Anschutz frá Bandaríkjunum (£8.1bn)
8. Arsenal - Stan Kroenke frá Bandaríkjunum (£6.8bn)
9. Inter Milan - Zhang Jindong frá Kína (£6.2bn)
10. Wolves - Guo Guangchang frá Kína (£5.2bn)
Athugasemdir
banner
banner
banner