Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. október 2021 19:59
Victor Pálsson
Zlatan við Cantona: Guð en ekki kóngur
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um skemmtilegt samtal sem hann átti við goðsögnina Eric Cantona.

Cantona er oft kallaður kóngurinn í Manchester en hann lék þar við mjög góðan orðstír á sínum tíma eftir að hafa komið frá Leeds.

Mörgum árum seinna samdi Zlatan svo við enska liðið og ræddi stutt við Cantona áður en hann fór af stað í ensku úrvalsdeildinni.

Samtal þeirra var ansi skemmtilegt en það hefur aldrei vantað upp á sjálfstraustið á meðal þeirra tveggja.

„Einn daginn þá sagði Cantona við mig: ‚Þú getur ekki orðið kóngurinn í Manchester, þú verður að sætta þig við prinsinn,‘ sagði Zlatan við Le lene.

„Ég svaraði mjög einfaldlega að ég hefði engan áhuga á að verða kóngurinn í Manchester, ég vildi verða Guðinn í Manchester.“

Zlatan fagnaði nýlega fertugsafmæli sínu en hann lék rúmlega eitt tímabil í Manchester og spilar nú á Ítalíu með AC Milan.

Hann skoraði 29 mörk í 53 leikjum er Man Utd vann Evrópudeildina undir Jose Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner