banner
   fös 07. október 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Ísland unnið allar viðureignir gegn Portúgal frá aldamótum
Icelandair
Úr leik Íslands gegn Portúgal 2006.
Úr leik Íslands gegn Portúgal 2006.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í leik 2007.
Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í leik 2007.
Portúgal verður andstæðingar Íslands á þriðjudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Leikurinn verður klukkan 17 að íslenskum tíma og fer fram á Estádio Capital do Móvel leikvangnum í Portúgal.

Þetta verður mjög spennandi en Ísland fer inn í leikinn sem sigurstranglegra liðið - allavega miðað við heimslista FIFA. Á þeim lista er Ísland í 14. sæti og Portúgal í 27. sæti.

Ísland og Portúgal hafa níu sinnum mæst í A-landsliði kvenna, Ísland hefur unnið sex leiki, Portúgal tvo og einn hefur endað með jafntefli.

Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir við Portúgal frá aldamótum eða sex leiki í röð. Síðast mættust liðin 2019 í leik á Algarve bikarnum og þar vann Ísland 4-1 stórsigur.

Agla María Albertsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Smelltu hér til að fræðast enn frekar um innbyrðis viðureignir Íslands gegn Portúgal á vefsíðu KSÍ.

Hér má sjá viðtal við Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara Íslands, eftir að ljóst varð í gær að Portúgal yrði mótherji Íslands. Portúgal var talsvert betra liðið gegn Belgíu og vann verðskuldaðan 2-1 sigur í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner