Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 07. október 2023 19:30
Arnar Laufdal Arnarsson
Raggi Sig: Við niðurlægðum sjálfa okkur með þessari frammistöðu
Í sjokki yfir frammistöðu sinna manna
Í sjokki yfir frammistöðu sinna manna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raggi Sig þjálfari var í sjokki eftir slæmt tap Fram í dag gegn Fylki í dag en leikar enduðu 5-1 fyrir Fylki í lokaumferð neðri hlutans í Bestu deild karla.

"Ómögulegt að segja, það sem ég myndi giska á væri bara eitthvað stress og þegar að þeir komast yfir þá bara brotnar liðið niður og gerir ekkert rétt" Sagði Ragnar í viðtali við Fótbolta.net í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  1 Fram

"Það er ekkert bara loka niðurstaðan, heldur bara hvernig við spiluðum, enginn vilji og allt það, maður er bara orðlaus ég veit ekki hvort ég er meira svekktur eða fúll yfir þessu maður er bara í smá sjokki"

Mikið var ritað og rætt um heimkomu Ragga í Árbæinn og það að Framarar hefðu getað fellt Fylkismenn en það var heldur betur ekki raunin.

"Jájá maður getur klárlega samgleðst Fylkismönnum fyrir að halda sér uppi en bara óþarfi að tapa þessu svona stórt og illa, þetta var bara niðurlægjandi og við niðurlægðum okkur sjálfa í dag með þessari frammistöðu"

Í viðtali við Fótbolti.net á dögunum talaði Raggi um óvissu hvort hann yrði áfram með félagið, hefur eitthvað breyst eftir að það sé staðfest að Fram leiki í deild þeirra bestu á næsta ári?

"Nei við erum ekkert búnir að tala um það, leikurinn er bara nýbúinn. Ég veit ekki hvenær Framarar ætla að fara í þessi mál en það kemur bara í ljós það er ekkert super stress yfir þessu"

Kvennalið Fram og karlalið Fram héldu sér bæði uppi og lokahóf í kvöld.

"Mér þætti eðlilegast ef það yrði bara farið í þetta strax á mánudaginn en ég veit bara ekki mikið um þessi mál þannig þetta verður bara að koma í ljós"

Viðtalið við Ragga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner