Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 07. nóvember 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego að kynnast nýjum liðsfélögum
Icelandair
Diego á landsliðsæfingu í Katar.
Diego á landsliðsæfingu í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson er mættur til Katar þar sem hann æfir með íslenska landsliðinu í fótbolta.

Diego kann ekkert í íslensku enda er hann uppalinn á Spáni. Hann lærir nú ensku svo hann geti talað við nýju liðsfélaga sína í íslenska landsliðinu.

Diego, sem var kallaður inn í hópinn fyrir Birkir Má Sævarsson, tók sína fyrstu æfingu í Katar í morgun, en á morgun leikur Ísland gegn Tékklandi í vináttulandsleik. Það er aldrei að vita nema Diego fái tækifæri í þeim leik.

Diego á íslenskan föður en hann á einn A-landsleik að baki. Sá leikur var gegn Bandaríkjunum árið 2016.

Diego birti í dag mynd á Facebook þar sem hann greinir frá því að hann sé mættur til Katar og að hann sé kynnast nýju liðsfélögunum sínum. Á myndinni með honum eru Kristján Flóki Finnbogason, Rúnar Alex Rúnarsson og Hjörtur Hermannsson.

Diego bendir svo spænskum vinum sínum á það að leikurinn hefjist á morgun klukkan 15:45 að spænskum tíma.

Hér að neðan er myndin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner