Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. nóvember 2017 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso: Ekki rugla Nutella saman við skít
Gattuso og Pirlo.
Gattuso og Pirlo.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso segir það ekki rétt að hann hafi verið mikilvægur í góðum árangri Andrea Pirlo með AC Milan og ítalska landsliðinu.

Pirlo lagði skóna á hilluna í gær eftir farsælan feril.

Pirlo og Gattuso spiluðu saman hjá Milan og Ítalíu og var nokkuð talað um það á sínum tíma að Pirlo fengi að skína þar sem Gattuso væri með honum að sinna erfiðisvinnunni.

Gattuso, sem er í dag unglingaþjálfari hjá Milan, hefur þvertekið fyrir þetta. Hann segir að Pirlo hafi verið einstakur.

„Við skulum ekki rugla Nutella saman við skít," sagði Gattuso í samtali við Radio 24 á Ítalíu í dag.

„Þegar ég sá hann spila þá hugsaði ég mér að skipta um atvinnu. Það voru ekki bara gæði hans, hann var gríðarlegur íþróttamaður og þess vegna er hann að hætta núna (38 ára gamall)."

„Ég spilaði með honum í 20 ár og þegar ég var í erfiðleikum þá gaf
ég á hann. Ég treysti honum og mér leið alltaf þægilega með hann við hlið mér. Hann gerði mig betri."

Athugasemdir
banner
banner
banner