Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. nóvember 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Keita fær háa sekt fyrir falsað ökuskírteni
Í basli
Í basli
Mynd: Getty Images
Naby Keita hefur verið sektaður um 415 þúsund evrur (51 milljón króna) fyrir að nota falsað ökuskírteni.

Hinn 22 ára gamli Keita mun ganga í raðir Liverpool næsta sumar en frá því var gengið í ágúst síðastliðnum.

Keita kom með falsað ökuskírteini frá Gínea þegar hann ætlaði að sækja um að fá ökuskírteini í Þýskalandi.

Málið komst upp og Keita var sektaður. Sektin er svona há þar sem sektin er í samræmi við laun leikmannsins.

Keita hefur áfrýjað sektinni og möguleiki er að málið fari fyrir dómstóla á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner