Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. nóvember 2017 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil meiðslavandræði hjá Englandi - Cork kallaður inn
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið Jack Cork, miðjumann Burnley, í landsliðið í fyrsta sinn.

Jordan Henderson, Fabian Delph og Raheem Sterling drógu sig allir úr landsliðshópnum í dag vegna meiðsla.

Fyrir höfðu Tottenham-mennirnir Dele Alli, Harry Winks og Harry Kane allir dregið sig úr hópnum.

Eftir þessar fréttir hefur Southgate ákveðið að kalla Cork inn, en hann hefur verið að spila vel með Burnley.

England er að fara að spila vináttulandsleiki gegn Þýskalandi og Brasilíu, en Cork er ekki eini leikmaðurinn í hópnum sem á ekki landsleik að baki. Ruben Loftus-Cheek, Joe Gomez og Tammy Abraham eru rétt eins og Cork, nýliðar.
Athugasemdir
banner
banner