Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. nóvember 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mirallas biðst afsökunar - Varð pirraður
Mirallas á æfingu.
Mirallas á æfingu.
Mynd: Getty Images
Unsworth valdi Mirallas ekki.
Unsworth valdi Mirallas ekki.
Mynd: Getty Images
Belgíski kantmaðurinn Kevin Mirallas segir að hegðun sín á æfingu hafi ekki orðið til þess að hann hafi ekki verið valinn í leikmannahóp Everton gegn Watford síðasta sunnudag.

Eftir leikinn á sunnudag fóru að berast fréttir að því að Mirallas og liðsfélagi hans, Morgan Schneiderlin, hefðu verið reknir heim af æfingu daginn fyrir leik. Þeir höfðu víst sýnt of lítinn áhuga á æfingunni og verið sendir heim. Í kjölfarið hafi síðan verið ákveðið að velja þá ekki í leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Watford.

Báðir leikmenn halda því fram að hegðun þeirra á æfingunni hafi ekkert haft með liðsvalið að gera.

„Ég verð að leiðrétta það sem sagt hefur verið í fjölmiðlum," skrifar Mirallas við mynd á Instagram.

„Ég er var ekki tekinn úr leikmannahópnum vegna þess að ég sýndi lítinn áhuga á æfingu, þetta var ákvörðun þjálfarans. Ég var pirraður þar sem ég hef verið skuldbundinn Everton og lagt mig fram frá því ég kom hingað, 2012 og ég er ekki sáttur með stöðu okkar í deildinni," skrifar Mirallas enn fremur.

„Ég vil biðja forseta félagsins sem og eiganda afsökunar, og þá skulda ég líka þjálfaranum og liðsfélögum mínum afsökunarbeiðni fyrir að hafa misst stjórn á skapi mínu."

Schneiderlin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann talaði um ósannar fréttir í fjölmiðlum.

„Þessar fréttir eru ekki sannar," sagði hann. „Ég mun halda áfram að leggja mig fram fyrir félagið og stuðningsmennina á æfingum og inn á fótboltavellinum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner