Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 07. nóvember 2017 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill að Hollendingar læri af íslenskum fótbolta
Icelandair
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Eric Gudde, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska knattspyrnusambandinu, segir að Holland geti lært af Íslandi.

Gudde, sem hefur undanfarin ár starfað hjá Feyenoord, hefur ákveðnar hugmyndir.

Holland hefur misst af síðustu tveimur stórmótum sem hafa verið, en á meðan hefur Ísland komist á þau bæði. Gudde segir að Holland geti litið yfir til Íslands og lært nokkra hluti.

„Það eru margir þættir sem spila inn í," segir Gudde um krísuna sem ríkir í hollenskum fótbolta í augnablikinu. „Verðin á félagaskiptamarkaðnum hafa fokið upp, leikmenn fara yngri úr landi og í hollensku deildinni eru margir lánsmenn."

„En við eigum samt ekki að fela okkur á bak við það. Lönd eins og Ísland, Belgía og Serbía eiga við sömu vandamál og stríða en eru samt á leið á HM," segir hann.

„Það sem þú sérð í þessum löndum er að sami þjálfarinn er í starfi lengi, leikplanið er skýrt og hugmyndafræðin sömuleiðis."

„Tökum Ísland sem dæmi, hugmyndafræðin þar er skýr og
árangurinn er magnaður. Við verðum að sjá hvað er að gerast í öðrum löndum og læra af því."

Athugasemdir
banner
banner
banner