Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. nóvember 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Bjarni, Logi og Örvar framlengja við Víking R.
Bjarni Páll Runólfsson.
Bjarni Páll Runólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samninga sína við þrjá af efnilegustu leikmönnum félagsins. Bjarni Páll Runólfsson, Logi Tómasson og Örvar Eggertsson skrifuðu allir undir tveggja ára framlengingar á samningum sínum í vikunni.

Bjarni Páll er 22 ára miðjumaður sem kom við sögu í 18 leikjum í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og skoraði tvö mörk. Hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Víking sumarið 2014 og á alls 37 leiki að baki fyrir félagið í Íslandsmóti og bikarkeppni.

Logi Tómasson er 18 ára gamall vinstri bakvörður sem lék þrjá leiki fyrir Víking í Pepsi-deildinni fyrri hluta síðasta tímabils en var lánaður til Þróttar í félagaskiptaglugganum í júlí. Hjá Þrótti spilaði hann 11 leiki í Inkasso deildinni. Logi á að baki 2 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands.

Örvar Eggertsson er 19 ára framherji sem spilaði 17 leiki í deild og bikar fyrir Víking í sumar og skoraði í þeim 3 mörk. Hann á samtals að baki 28 leiki og 3 mörk fyrir félagið í Íslandsmóti og bikarkeppni. Örvar hefur leikið 2 leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands.

„Víkingur fagnar því að hafa framlengt samninga sína við þessa efnilegu leikmenn og treystir því að þeir verði mikilvægir hlekkir í uppbyggingu félagsins til framtíðar," segir í tilkynningu frá Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner