Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James búinn að fá nóg af Bayern og Kovac
Vill fara aftur til Real Madrid
Mynd: Getty Images
Eftir fínt tímabil með Bayern München á síðustu leiktíð, þá hefur hlutskipti James Rodriguez breyst til muna. Hann hefur þurft að vera nokkuð á bekknum hjá Niko Kovac.

Rodriguez er á láni hjá Bayern frá Real Madrid en hann kom á tveggja ára lánssamningi á síðasta ári. Bayern hefur þá forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið, fyrir 64 milljónir evra.

En núna, samkvæmt spænska dagblaðinu ABC þá vill James ólmur fara aftur til Real Madrid.

Í greininni segir að James sé búinn að fá sig fullsaddann af Niko Kovac, þjálfari Bayern, og félaginu sjálfu.

James bað umboðsmann sinn, Jorge Mendes, að vinna að því að koma sér aftur til Real fyrir fjórum mánuðum síðan eða þegar Zinedine Zidane hætti sem þjálfari liðsins. Sambandið við Kovac hefur orðið til þess að James vill enn meira fara aftur til Spánar.

Hann ætlar að reyna að komast þangað í janúar.
Athugasemdir
banner
banner