mið 07. nóvember 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg: Verðum að spila vel í 90 mínútur
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið besti leikmaður Burnley á tímabilinu en liðið í heild sinni hefur ekki verið að standa sig nægilega vel.

Sjá einnig:
Komast ekki með tærnar þar sem Jóhann Berg hefur hælana

Jóhann Berg skoraði fyrra mark Burnley í 4-2 tapi gegn West Ham um liðna helgi en Burnley hefur tapað þremur leikjum í röð frekar stórt. Fyrst 5-0 gegn Manchester City, svo 4-0 gegn Chelsea og 4-2 geg West Ham.

Eftir að hafa náð Evrópudeildarsæti á síðasta tímabil þá er Burnley núna í 15. sæti með átta stig eftir 11 leiki. Jóhann Berg er fullviss um að Burnley muni bæta sig.

„Tímabilið er enn ungt, en það eru auðvitað vonbrigði að við höfum ekki verið að spila betur. Við erum að spila vel á köflum en ekki allar 90 mínúturnar," sagði Jóhann Berg í samtali við Lancashire Telegraph.

„Við verðum að fara á æfingavöllinn, gera það sem við gerum og ná í þrjú stig um næstu helgi."

Burnley mætir Leicester um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner