Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 07. nóvember 2018 15:40
Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Sturluson verður markmannsþjálfari hjá kvennaliði Stjörnunnar
Kjartan Sturluson.
Kjartan Sturluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Sturluson verður markmannsþjálfari hjá kvennaliði Stjörnunnar.

Stjarnan hefur ráðið Kjartan Sturluson sem markmannsþjálfara kvennaliðs félagsins en hann samdi við félagið til tveggja ára.

Kjartan verður hluti af nýju þjálfarateymi Stjörnunnar en Kristján Guðmundsson tók við liðinu í haust. Ólafur Brynjólfsson verður aðstoðarþjálfari.

Berglind Hrund Jónasdóttir og Birna Kristjánsdóttir vörðu mark Stjörnunnar í sumar.

Kjartan Sturluson er 43 ára gamall og varði mark Vals og Fylkis á ferli sínum auk þess sem hann spilaði sjö leiki með A-landsliði Íslands. Hann lék einn leik með KH í 3. deildinni í sumar.

Hann hefur áður þjálfað markmenn hjá Gróttu og uppeldisfélagi sínu, Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner