Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 12:18
Elvar Geir Magnússon
Komið í veg fyrir drónaárás á HM í Rússlandi
Pútín er ánægður með hvernig HM tókst.
Pútín er ánægður með hvernig HM tókst.
Mynd: Getty Images
Rússar komu í veg fyrir mögulega hryðjuverkaárás meðan á HM stóð í sumar. Árásina átti að framkvæma með notkun á drónum.

Alexander Bortnikov, framkvæmdastjóri öryggismála Rússland, sagði þetta á opnum fundi löggæslustofnana í dag. Hann fór ekki nánar út í þessa fyrirhuguðu árás.

Þá segir Bortnikov að komið hafi verið upp um sjö hópa sem hafi skipulagt árásir gegn erlendum stuðningsmönnum. Sagt er að árásarnir hafi verið stöðvaðar með hálp frá lögreglu utan Rússlands.

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir að HM hafi hjálpað til við að úrýma fordómum gagnvart landinu.

„Fólk hefur séð það að Rússland er vinalegt land sem tekur vel á móti þeim sem hingað koma," segir Pútín.

„Ég er viss um að mikill meirihluti þeirra sem komu á mótið hafi farið með góðar minningar frá landinu okkar og muni koma hingað oft og mörgum sinnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner