Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. nóvember 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Lallana: Pössum upp á að þetta gerist ekki aftur
Mynd: Getty Images
Adam Lallana, leikmaður Liverpool, segir að það hafi vantað meiri grimmd í leik liðsins gegn Rauðu Stjörnunni í gær.

Liverpool tapaði óvænt 2-0 í Serbíu eftir að hafa unnið fyrir leikinn á Anfield 4-0 á dögunum. Liverpool lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik í gær og náði ekki að koma til baka.

„Við fengum færi og komum sterkari út í síðari hálfleikinn en við vorum ekki nægilega grimmir og þolinmóðir," sagði Lallana.

„Auðvitað þurfum við að bregðast við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við töpum og þetta snýst um hvaða viðbrögð þú sýnir og hvernig þú kemur til baka. Við erum virkilega svekktir með að ná ekki í neitt."

„Þeir töfðu og við misstum taktinn en það að lenda 2-0 undir er ekki okkur líkt. Við þurfum að taka fulla ábyrgð og passa upp á að þetta gerist ekki aftur."

Athugasemdir
banner
banner