Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Lozano hélt með Man Utd í æsku
Lozano í leiknum gegn Tottenham í gær.
Lozano í leiknum gegn Tottenham í gær.
Mynd: Getty Images
Mexíkóski landsliðsmaðurinn Hirving Lozano hefur verið orðaður við ýmis félög í ensku úrvalsdeildinni og segist hann stoltur af þeim orðrómi.

Þessi 23 ára leikmaður skoraði sigurmark Mexíkó í óvæntum sigri gegn Þýskalandi á HM og hefur spilað virkilega vel fyrir PSV Eindhoven í Hollandi.

Manchester United og Tottenham eru meðal félaga sem eru sögð horfa til hans.

„Það er gaman að ensku blöðin séu að tala um mig. Það er sérstakt. Ég þakka bara fyrir hlý orð um mig," sagði Lozano eftir leikinn gegn Tottenham á Wembley í gær.

„Ég reyni alltaf að bæta mig og koma með eitthvað aukalega. Ég vil verða betri. Ég læri eitthvað nýtt af hverjum þjálfara sem ég er með og Mark van Bommel átti magnaðan feril."

Lozano hefur sagt eiga sér þann draum að spila fyrir Barcelona en landsliðsþjálfari hans, Juan Carlos Osorio, vill sjá hann fara í ensku úrvalsdeildina.

Lozano hélt með Manchester United í æsku.

„Ég hélt mikið upp á Manchester United. Á Spáni er Barcelona mitt uppáhalds lið," sagði Lozano.
Athugasemdir
banner
banner