Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: "Mourinho-time" - United lagði Juve
Man Utd vann frábæran sigur.
Man Utd vann frábæran sigur.
Mynd: Getty Images
Ronaldo skoraði gegn gömlu félögunum.
Ronaldo skoraði gegn gömlu félögunum.
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus skoraði þrennu í 6-0 sigri.
Gabriel Jesus skoraði þrennu í 6-0 sigri.
Mynd: Getty Images
Santiago Solari stýrir Real Madrid um þessar mundir. Hann stýrði liðinu til 5-0 sigurs í kvöld.
Santiago Solari stýrir Real Madrid um þessar mundir. Hann stýrði liðinu til 5-0 sigurs í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lewandowski skoraði bæði mörk Bayern.
Lewandowski skoraði bæði mörk Bayern.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann frábæran útisigur gegn Juventus í Meistaradeildinni í kvöld.

Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Man Utd, kom Juventus yfir á 65. mínútu með glæsilegu marki eftir sendingu frá Leonardo Bonucci. Ronaldo tók hann á lofti og smellhitti boltann. David de Gea átti ekki möguleika.

Juventus er með frábært heimavallalið og tapar yfirleitt ekki á heimavelli sínum, sérstaklega ekki eftir að hafa náð forystunni. Það gerðist þó í þetta skiptið.

Varamaðurinn Juan Mata jafnaði með marki beint úr aukaspyrnu á 86. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði United öðru sinni. Í þetta skiptið var það sjálfsmark frá Alex Sandro.

Þvílík dramatík og enn ein endurkoma hjá United. United kom til baka gegn Newcastle 6. október, aftur gegn Chelsea tveimur vikum síðar, gegn Bournemouth um helgina og núna gegn Juventus. Það var alltaf talað um "Fergie-time" þegar Sir Alex Ferguson stýrði liðinu. Mörkin komu oft á lokamínútunum. Er ekki rétt að tala um "Mourinho-time" núna?




United er komið með átta stig og er í býsna góðum málum. Juventus er með níu stig, Valencia er með fimm stig og Young Boys eitt stig í þessum H-riðli þegar tvær umferðir eru eftir.

Stórsigrar hjá Man City og Real Madrid
Real Madrid og Manchester City áttu ekki í vandræðum með sína leiki á þessu miðvikudagskvöldi.

Manchester City valtaði yfir Shakhtar Donetsk 6-0 á Etihad-leikvanginum. Gabriel Jesus skoraði þrennu, þar á meðal eitt úr vítaspyrnu. Vítaspyrnudómurinn var hlægilegur.

Real Madrid, sem er að spila undir stjórn Santiago Solari, vann 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi.

Manchester City er á toppnum í F-riðlinum með níu stig. Lyon er með sex stig og Hoffenheim hefur þrjú stig. Þessi lið gerðu 2-2 jafntefli í kvöld. Shakhtar er með tvö stig.

Í G-riðli er Real Madrid á toppnum með níu stig, eins og Roma. Íslendingalið CSKA Moskvu er með fjögur stig og Viktoria Plzen er með eitt stig.

Bayern nær forskoti á Ajax
Í E-riðlinum vann Bayern frekar einfaldan sigur á AEK frá Aþenu. Robert Lewandowski skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. Í sama riðli gerðu Ajax og Benfica 1-1 jafntefli.

Bayern er á toppi riðilsins með tíu stig, Ajax er með átta stig, Benfica hefur fjögur stig og AEK er án stiga.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins og markaskorar.

E-riðill
Bayern 2 - 0 AEK
1-0 Robert Lewandowski ('31 , víti)
2-0 Robert Lewandowski ('71 )

Benfica 1 - 1 Ajax
1-0 Jonas ('29 )
1-1 Dusan Tadic ('61 )

F-riðill
Lyon 2 - 2 Hoffenheim
1-0 Nabil Fekir ('19 )
2-0 Tanguy Ndombele ('28 )
2-1 Andrej Kramaric ('65 )
2-2 Pavel Kaderabek ('90 )
Rautt spjald:Kasim Nuhu, Hoffenheim ('51)

Manchester City 6 - 0 Shakhtar D
1-0 David Silva ('13 )
2-0 Gabriel Jesus ('24 , víti)
3-0 Raheem Sterling ('48 )
4-0 Gabriel Jesus ('72 , víti)
5-0 Riyad Mahrez ('84 )
6-0 Gabriel Jesus ('90 )

G-riðill
CSKA 1 - 2 Roma
0-1 Kostas Manolas ('4 )
1-1 Arnor Sigurdsson ('50 )
1-2 Lorenzo Pellegrini ('59 )
Rautt spjald:Hordur Bjorgvin Magnusson, CSKA ('57)

Plzen 0 - 5 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('20 )
0-2 Casemiro ('23 )
0-3 Karim Benzema ('37 )
0-4 Gareth Bale ('39 )
0-5 Toni Kroos ('67 )

H-riðill
Valencia 3 - 1 Young Boys
1-0 Santi Mina ('14 )
1-1 Roger Assale ('37 )
2-1 Santi Mina ('42 )
3-1 Carlos Soler ('56 )
Rautt spjald:Sekou Junior Sanogo, Young Boys ('77)

Juventus 1 - 2 Manchester Utd
1-0 Cristiano Ronaldo ('65 )
1-1 Juan Mata ('86 )
2-1 Alex Sandro ('90 , sjálfsmark)

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Íslendingarnir stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner
banner