Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. nóvember 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Miló þjálfar KF áfram
Úr leik hjá KF síðastliðið sumar.
Úr leik hjá KF síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Slobodan Milisic, Miló, skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.

Miló hefur þjálfað KF undanfarin tvö ár og hann verður áfram við stjórnvölinn í 3. deildinni næsta sumar.

Miló fór með KF í toppbaráttuna í 3. deild síðastliðið sumar en liðið endaði í 3. sæti, stigi frá efstu tveimur liðunum.

Á árum áður spilaði Miló með Leiftri, ÍA og KA. Hann þjálfaði síðar meistaraflokk BÍ/Bolungarvíkur og KA.

„Miló er með ungan hóp hérna í Fjallabyggð og er alltaf að koma meiri og meiri reynsla í hópinn. Næstu ár eru mjög spennandi og framtíðin er svo sannarlega björt í herbúðum KF," segir á heimasíðu KF.
Athugasemdir
banner
banner