Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 14:06
Elvar Geir Magnússon
Mourinho gæti farið í bann eftir allt
Jose Mourinho, stjóri United.
Jose Mourinho, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, gæti farið í hliðarlínubann eftir allt saman en enska knattspyrnusambandið hefur áfrýjað úrskurði sjálfstæðs dómstóls sem lét málið niður falla.

Enska knattspyrnusambandið segist vera hissa á því að málið gegn Mourinho hafi verið látið niður falla. Sambandið segir að það sé grundvöllur fyrir því að portúgalski stjórinn verði dæmdur í bann.

Mourinho sást blóta fyrir framan sjónvarpsmyndavél eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Newcastle. Mourinho sagði 'fodas filhos de puta' sem hægt er að þýða sem 'farið til fjandans tíkarsynir'. Varalesari var fenginn til að finna út hvað Mourinho sagði.

Hliðarlínubann er með þeim hætti að Mourinho fær að vera í klefanum fyrir leik og í hálfleik en þarf að vera í stúkunni meðan á leik stendur, ekki í boðvangnum.

Manchester United situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner