banner
   mið 07. nóvember 2018 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho útskýrir hegðun sína - „Móðgaður í 90 mínútur"
Mourinho bað stuðningsmenn Juventus að hafa hærra.
Mourinho bað stuðningsmenn Juventus að hafa hærra.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, gerði allt vitlaust eftir leik Man Utd og Juventus í Meistaradeildinni í kvöld.

United vann leikinn 2-1 eftir tvö mörk á síðustu mínútum leiksins.

Eftir leik ákvað Mourinho aðeins að láta vita af sér. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu en eftir leik gekk hann inn á völlinn og bað efasemdarmenn um að halda áfram að tala.

Leonardo Bonucci var ekki par sáttur með Mourinho en Ashley Young, fyrirliði United, hljóp á milli þeirra.

Mourinho gaf útskýringu á hegðun sinni í viðtali eftir leik.

„Þeir móðguðu mig í 90 mínútur. Ég kom hingað til að vinna mína vinnu, ekkert meira," sagði Mourinho við Sky Sports á Ítalíu.

„Ég móðgaði ekki neinn í lok leiksins, ég bað bara um meiri læti. Ég hefði örugglega ekki átt að gera þetta, en fjölskylda mín var móðguð, þar á meðal Inter-fjölskyldan mín."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner