Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 22:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Vonandi mætum við á réttum tíma
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög góður leikur og frammistaða okkar var mjög góð," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 2-1 sigur gegn Juventus í Meistaradeildinni.

„Ég virði Juventus og gæðin sem þeirra lið býr yfir. Ég er mjög stoltur af strákunum mínum vegna þess að þeir gerðu allt til þess að vinna þennan leik."

„Juventus er með magnaða leikmenn. Markið hjá Cristiano Ronaldo var fallegt, leikmaðurinn sem sendi á hann (Leonardo Bonucci) er varnarmaður! Þeir eru frábært lið og eru sérstaklega góðir á heimavelli."

„Við eigum úrslitaleik á heimavelli gegn Young Boys. Ef stærðfræðin mín er rétt þá komumst við áfram ef við vinnum þar (og ef Valencia vinnur ekki Juventus)."

„Vonandi mætum við á réttum tíma í leikinn og náum í öll þrjú stigin," sagði Mourinho en United hefur mætt og seint í síðustu tvo Meistaradeildarleiki á Old Trafford. Mourinho þakkaði ítölsku lögreglunni fyrir sitt framlag í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner