mið 07. nóvember 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Neymar: Dómarinn sýndi mér vanvirðingu
Neymar og Bjorn Kuipers í leiknum í gær.
Neymar og Bjorn Kuipers í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Neymar, leikmaður PSG, var mjög ósáttur við hollenska dómarann Björn Kuipers eftir 1-1 jafnteflið gegn Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

„Dómarinn sagði eitthvað við mig sem hann hefði ekki átt að segja. Þetta var vanvirðing," sagði Neymar.

„Ég vil ekki endurtaka það sem hann sagði. Hins vegar ætti einhver hærra settur að gera eitthvað í þessu. Hann getur ekki sýnt mér svona vanvirðingu. Innan vallar er óskað eftir því að við sýnum dómurum virðingu og við ættum að fá það sama í staðinn."

PSG menn voru afar ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu í leiknum auk þess sem þeir vildu rangstöðu í markinu sem Napoli skoraði. Thomas Tuchel þjálfari PSG og markvörðurinn Gianluigi Buffon létu í sér heyra í viðtölum eftir leik.

Nasser Al-Khelaifi, formaður PSG, var einnig afar ósáttur. „Við þurfum VAR í Meistaradeildina eins fljótt og hægt er. Við misstum tvö stig vegna dómaramistaka," sagði Al-Khelaifi eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner