fim 07. nóvember 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Fanndís framlengir við Val
Fanndís í leik gegn gömlu félögunum í Breiðabliki.
Fanndís í leik gegn gömlu félögunum í Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals.

Fanndís kom til Vals um mitt sumar 2018 frá Marseille í Frakklandi en þar áður lék hún með Breiðabliki.

Síðan þá hefur Fanndís skorað ellefu mörk í 30 leikjum en hún hjálpaði Val að verða Íslandsmeistari í sumar.

„Eins og knattspyrnuáhugamenn vita er Fanndís gríðarlega reynslumikil og sigursæl og það er því mikið ánægjuefni að Valur fái að njóta krafta Fanndísar áfram," segir á Facebook síðu Vals.

Hin 29 ára gamla Fanndís hefur samtals skorað 107 mörk í 200 leikjum í efstu deild en hún hefur skorað 17 mörk í 106 leikjum með íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner